Hjárómur 
HJÁRÓMUR ForsíðaMeðlimirVerkefni

Kynning

Kammerkórinn Hjárómur var stofnaður árið 2005 af nokkrum söngelskum félögum í leikfélaginu Hugleik, sem langaði að hittast reglulega og æfa saman kórtónlist.

Meðlimir Hjáróms hafa flestir umtalsverða reynslu af kórsöng og sumir hafa söngnám að baki. Kórinn hefur æft og flutt tónlist af ýmsu tagi, þjóðlög í ýmiskonar útsetningum, sálma, sönglög eftir núlifandi íslensk tónskáld, innan kórsins sem utan, og margt fleira. Hjárómur leggur metnað sinn í vandaðan flutning ásamt því að geta brugðið fyrir sig óvæntri og jafnvel gamansamri sýn á viðfangsefnin.

Kórinn hefur komið fram við ýmis tækifæri. Mest hefur hann látið á sér bera á uppákomum á vegum Hugleiks, en þar fyrir utan hefur hann m.a. komið fram á nemendatónleikum hjá Listaháskóla Íslands og við nafngjafarathafnir tveggja dætra jafnmargra kórfélaga.

Hægt er að hafa samband við Hjáróm gegnum netfangið hjaromur[hjá]hjaromur.net.